Ökuskóli 1 á netinu

Bóklega námið byrjar með Ökuskóla 1. Efnið er sett fram á myndrænan og gangvirkan hátt.

Náminu er dreift yfir 6 daga

Námskeiðið kostar 12.500 kr.

Myndrænt og gangvirkt nám

Skráðu þig í Ökuskóla 1

Fjarnám Urðarbrunns

Ökuskóli 1 er hluti af ökunámsferlinu og er stórt skref í átt að bílprófi. Ökuskóli 1 í fjarnámi kemur í staðinn fyrir hefðbundið nám í skólastofu og fer í sama efni.

Hvað er kennt í Ökuskóla 1?

Ökuskóla 1 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni:

  • Ökunámsferlið
  • Bíll og búnaður
  • Umferðarheild
  • Umferðarreglur
  • Viðhorf gagnvart umferðinni
  • Umferðarskilti

Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins.

Við lok hverrar lotu þarf að bíða í næstum einn sólahring (21 tíma) þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga. Þetta er gert til að fylgja reglum Samgöngustofu.

Svo að þú standir þig sem best í ökuskólanum ættir þú að hafa bókina Út Í Umferðina handbæra. Hún fylgir ekki með skráningu hjá okkur en það er hægt að kaupa hana á vefverslun Ökukennarafélagsins.

Inntökuskilyrði

Til þess að taka þátt í Ökuskóla 1 þarf nemandi að hafa:

  • Námsheimild frá sýslumanni
  • Klárað 1 ökutíma hjá ökukennara

Greiðsla

Greiðsla fer fram eftir að aðgangur hefur verið stofnaður. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða millifærslu inná reikning ökuskólans. Frekari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má finna eftir skráningu.

Einhverjar spurningar? Hringdu í síma 777-9344.